Sunday, September 27, 2009

Hléið búið.

Jæja, hætt að vera svona léleg í að sinna þessu bloggi, hef ekki neitt betra að gera. Hef reyndar þjáðst af langvarandi ritstíflu og fundist allar hugmyndir að nýjum færslum frekar glataðar, ætla núna bara að gó viþþ ðe fló.

Fór í spennandi og þroskandi haustferð á fös, vaknaði galvösk í gær með bjórvömb og samviskubit. Gekk óspart á snarlið í landeyjarhöfn, frekar vandræðalegt, var örugglega eins og feiti krakkinn í barnaafmælinu sem vill ekki láta neinn annan fá, stendur bara og hakkar. Þessum hrakförum munu nú fylgja átök í ræktinni og hömlur í fæðu....(reynir maður!).


Ekki er þó öll von úti enn, 32 ára David Smith tókst að létta sig um 200 kíló. Hvað er maður að röfla?? Getur ekki asnast til að missa einhver 4-5 kíló, díses, ég er hætt þessari leti. "Cheating is for Jude Law, not for your diet".


Jæja, best að hætta að tala um átökin við vömbina og snúa mér að einhverju öðru.


Var að lesa á uppáhaldssíðunni minni www.cocoperez.com að á degi friðþægingar (heilagasta degi gyðinga) er gyðingum bannað að ganga í crocs. Ekki nóg með það að þeir eru forljótir og ættu ekki að sjást annarsstaðar en á leikskólum, spítölum og elliheimilum þá eru þeir einfaldlega of þægilegir fyrir þennan merka dag.

Er hægt að færa þessi lög yfir á alla....alltaf??

1 comment:

  1. Hvaða lit af crocs viltu í jólagjöf? ertu ekki í 38?

    ReplyDelete