Saturday, October 10, 2009

Góð á laugardegi

Hæjó, langt síðan seinast, I know, þarf að fara að gera eitthvað í málunum.

Á reyndar að vera að læra fyrir eitthvað morkið samfelldaraflfræðipróf, en hver gleymir ekki hvað það er leiðinlegt.

Fór að vinna í dag, bæði slæmt fyrir lærdóminn og fyrir kortið mitt. Keypti skó, love!


Eina sem ég get keypt mér sökum líkamlegs ástands þessa dagana eru skór, þeir passa alltaf sama hvort maður sé aðeins rýmri í alla aðra kanta. Segi svona, tala eins og ég hafi fitnað um 20 kíló, þau voru nú bara svona 3, samt heil fokkin 3, líka leiðinlegt að vera bara hálfur metri á hæð kílóin geta dreifst á miklu minna svæði, bögg.

Note to self: vera aðeins hærri næst.


Tebbs er að elska Christopher Kane línuna í Topshop, bolurinn með tönnunum er geðveikur!

Væri alveg til í að eiga fullt af pening. Hvar getur maður púllað easy monní? Ideas? Anyone?
Jimmy Choo er líka að koma með línu í H&M vona eiginlega að hún verði ljót, annars verð ég abbó útí hina evrópubúana!

Sunday, September 27, 2009

Hléið búið.

Jæja, hætt að vera svona léleg í að sinna þessu bloggi, hef ekki neitt betra að gera. Hef reyndar þjáðst af langvarandi ritstíflu og fundist allar hugmyndir að nýjum færslum frekar glataðar, ætla núna bara að gó viþþ ðe fló.

Fór í spennandi og þroskandi haustferð á fös, vaknaði galvösk í gær með bjórvömb og samviskubit. Gekk óspart á snarlið í landeyjarhöfn, frekar vandræðalegt, var örugglega eins og feiti krakkinn í barnaafmælinu sem vill ekki láta neinn annan fá, stendur bara og hakkar. Þessum hrakförum munu nú fylgja átök í ræktinni og hömlur í fæðu....(reynir maður!).


Ekki er þó öll von úti enn, 32 ára David Smith tókst að létta sig um 200 kíló. Hvað er maður að röfla?? Getur ekki asnast til að missa einhver 4-5 kíló, díses, ég er hætt þessari leti. "Cheating is for Jude Law, not for your diet".


Jæja, best að hætta að tala um átökin við vömbina og snúa mér að einhverju öðru.


Var að lesa á uppáhaldssíðunni minni www.cocoperez.com að á degi friðþægingar (heilagasta degi gyðinga) er gyðingum bannað að ganga í crocs. Ekki nóg með það að þeir eru forljótir og ættu ekki að sjást annarsstaðar en á leikskólum, spítölum og elliheimilum þá eru þeir einfaldlega of þægilegir fyrir þennan merka dag.

Er hægt að færa þessi lög yfir á alla....alltaf??

Wednesday, September 16, 2009

Er öll athygli góð athygli??





Eins ótrúlega smart og sjík Avril Lavigne er ákvað hún að ríða á vaðið og starta sinni eigin fatalínu, Abbey Dawn. Mér finnst samt best að hún hafi haldið tískusýningu á New York fashion week og á meðal frekar óþekktra andlita var hinn frægi Ron Jeremy, feiti kallinn með stóra typpið.

Ég held að ég myndi bara hætta þessu ef ég gæti ekki lokkað flottari gæja á sjóið mitt en þennan hér:


Óþolandi drasl



Ohh. Af hverju passa gallabuxurnar mínar ekki á mig?? Gæti það verið út af stanslausu nammiáti mínu í allt sumar?? Eða kannski hreyfingarleysi sem hefur farið fram úr öllu valdi??

Nú er nóg komið!! Today is the day!!

Ég þarf að hætta að falla í þetta endalausa hömluleysi. Hmm...mig langar í mega mikið nammi, ókei, ég ætla að fá mér mega mikið nammi og ennþá meira af því! NEI! ekki lengur. Hætt áður en ég er farin að fara á all you can eat buffet og kaupa nachos með ostasósu í bíó. Ég þarf að hætta að vera svona góð við sjálfan mig því að enginn matur er þess virði að vera feitur.

Mjótt er málið.

Ræktin í dag

Sjáumst.

Tuesday, September 15, 2009

Byrjunin

Langaði smá að testa að vera með svona blogg, þar sem ég get röflað eins og ég vil. Á það til að tala allt of mikið, kannski að ég geti komið einhverju út hérna bara. Ég hefði kannski átt að byrja að blogga þegar ég var út í Kanada, hefði örugglega haft hressari hluti að segja frá, en ég er allavega að byrja núna.



Pæla í að byrja á að vera með smá svona Patrick Swayze R.I.P. Verð að viðurkenna að ég var aldrei eitthvað fan, en you know, hann var með nokkrar flottar sveiflur í Dirty Dancing og á alveg skilið smá credit. Flottur kall.

Hey, ég ætla að fara að horfa á Design Star, merkilega ömurlegur þáttur. Þau gera svo ógeðslega ljótt að það er merkilegt. Þau eru öll jafn fáránlega clueless og það var frábært þegar einn brotnaði niður og lét út úr sér; "I miss my mom, I want my mom right now!". Gæða efni.

Sjáumst