Fór í spennandi og þroskandi haustferð á fös, vaknaði galvösk í gær með bjórvömb og samviskubit. Gekk óspart á snarlið í landeyjarhöfn, frekar vandræðalegt, var örugglega eins og feiti krakkinn í barnaafmælinu sem vill ekki láta neinn annan fá, stendur bara og hakkar. Þessum hrakförum munu nú fylgja átök í ræktinni og hömlur í fæðu....(reynir maður!).

Jæja, best að hætta að tala um átökin við vömbina og snúa mér að einhverju öðru.

Var að lesa á uppáhaldssíðunni minni www.cocoperez.com að á degi friðþægingar (heilagasta degi gyðinga) er gyðingum bannað að ganga í crocs. Ekki nóg með það að þeir eru forljótir og ættu ekki að sjást annarsstaðar en á leikskólum, spítölum og elliheimilum þá eru þeir einfaldlega of þægilegir fyrir þennan merka dag.
Er hægt að færa þessi lög yfir á alla....alltaf??